Krumminn!


Hrund hjá Krummanum hafði samband við mig um daginn og vildi fá að skrifa grein um hringlandi. Ég svaraði að sjálfsögðu játandi. Krumminn er bæjarblað Hveragerðis sem Hrund rekur. Það er alltaf hægt að stóla á Krummann fyrir nýjustu fréttir úr bænum, frásagnir af skemmtilegum uppákomum og áhugaverðu fólki.


Greinin um hringlandi er stutt, hnitmiðuð og fyndin. Ljósmyndirnar með greininni voru teknar af hringlandi instagram reikningnum og skrifaðar nýjar og skemmtilegar athugasemdir við hverja og eina. (Endilega fylgist með hringlandi á instagram: @hringlandi)

Hér má lesa greinina góðu:

https://www.krumminn.is/hringlandi-vefverslun-i-hveragerdi/